spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Komast Keflavík og Haukar áfram í kvöld?

Leikir dagsins: Komast Keflavík og Haukar áfram í kvöld?

Í kvöld fara fram tveir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna. Þá mætast Snæfell og Keflavík annarsvegar og Haukar og Grindavík hinsvegar í annarri viðureign liðanna. Keflavík leiðir 1-0 gegn Snæfell og Subwaybikarmeistarar Hauka leiða 1-0 gegn Grindavík. Fari svo að Keflavík og Haukar næli sér í sigur í kvöld eru liðin komin áfram í undanúrslitin.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Keflavík heldur í Hólminn en Keflvíkingar unnu fyrri viðureign liðanna 95-82. Grindvíkingar freista þess að ná sér í oddaleik er þeir mæta á Ásvelli í kvöld en Haukar unnu 82-88 útisigur í Röstinni síðasta laugardag. Leikur Hauka og Grindavíkur verður svo í beinni útsendingu í kvöld á www.sporttv.is
 
Þá eru tveir leikir í 2. deild karla í kvöld. Álftanes mætir Kkf. Þóri kl. 19:45 á Álftanesi og Laugdælir taka á móti Heklu kl. 20:30 á Vatninu. Einn leikur er í unglingaflokki karla þegar Njarðvíkingar fá Valsmenn í heimsókn kl. 20:15 í Ljónagryfjunni og í unglingaflokki kvenna mætast Haukar og KR kl. 21:15 að Ásvöllum.
 
Fréttir
- Auglýsing -