Það er mikið við að vera í dag. KR og Snæfell mætast í sínum öðrum undanúrslitaleik í Domino´s deild kvenna og þá eigast við Valur og Keflavík í hinu einvíginu í Vodafonehöllinni, Hamar getur tryggt sér sæti í Domino´s deildinni er liðið heimsækir Stjörnuna í Ásgarð. Úrslitakeppnin í 2. deild karla hefst og svona mætti lengi telja.
Úrslit í 7. flokki drengja hófust í gær og halda áfram í dag en leikið er í Keflavík og þá fara fram úrslitin í minnibolta stúlkna og eru þau einnig í Keflavík.
Domino´s deild kvenna
16:30 Valur-Keflavík (0-1 fyrir Val)
17:30 KR-Snæfell (0-1 fyrir KR)
1. deild kvenna
16:30 Stjarnan-Hamar (1-0 fyrir Hamar)
2. deild karla
13:00 Mostri-Fram (Stykkishólmur)
16:30 ÍG-Leiknir (Grindavík)
Mynd/ Sævar Logi – Bjarney Sif og Hamarskonur geta með sigri í Ásgarði í dag tryggt sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð.



