Í kvöld fer fram ,,taka 3″ af stórmyndinni Keflavík-Valur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Liðin hafa unnið sína leiki á útivelli og því allt mögulegt sem gerst getur í þessu einvígi. Slagur liðanna hefst kl. 19:15 í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og fara grillin í gang kl. 17:30.
Valur vann fyrsta leikinn í Toyota-höllinni 54-64 en Keflavík jafnaði með 74-82 sigri í Vodafonehöllinni. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitaseríuna.
Þá eru tveir leikir í yngri flokkum þar sem Fjölnir b tekur á móti KR b kl. 20:30 í drengjaflokki en leikið er í Rimaskóla og kl. 21:15 mætast Keflavík og Stjarnan í unglingaflokki karla svo það er tvíhöfði í Toyota-höllinni í kvöld.
Mynd/ Heiða – Jessica Jenkins gerði 34 af 82 stigum Keflavíkur í Vodafonehöllinni í síðasta leik Vals og Keflavíkur.



