spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Keflavík tekur á móti KR í öðrum slag liðanna

Leikir dagsins: Keflavík tekur á móti KR í öðrum slag liðanna

 
Einn leikur er á dagskránni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti KR í öðrum leik liðanan í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Staðan í einvíginu er 1-0 KR í vil eftir 87-79 sigur í fyrsta leik liðann í DHL-Höllinni.
Þeir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker fóru mikinn í fyrsta leiknum og skoruðu samtals 57 af 87 stigum KR í leiknum. Thomas Sanders fór mikinn hjá Keflavík með 28 stig.
 
Leikur kvöldsins fer fram í Toyota-höllinni og hefst kl. 19:15 og verður ekki sýndur í sjónvarpi og því ekkert annað í boði en að fjölmenna á leikinn!

Fréttir
- Auglýsing -