Í kvöld mætast Hamar og Keflavík í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og hefst hann kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 1-0 Hamri í vil eftir sigur liðsins í Hveragerði 97-77 síðastliðinn laugardag.
Á laugardag var það Julia Demirer sem fór mikinn í liði Hamars með 25 stig, 16 fráköst og 3 varin skot en hjá Keflavík var Kristi Smith atkvæðamest með 22 stig. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki í seríunni kemst áfram í úrslit og mætir þar KR eða Haukum.
Þá fara einnig fjórir leikir fram í drengjaflokki í kvöld en nánara leikjayfirlit fyrir kvöldið má nálgast hér.



