spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Keflavík getur komist áfram

Leikir dagsins: Keflavík getur komist áfram

 
Auk fjölda leika í yngri flokkum í dag eru meistaraflokkarnir einnig á ferðinni en þar ber hæst fjórða viðureign Keflavíkur og Hamars í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna sem og upphaf á einvígi Valsmanna og Skallagríms í úrslitakeppni 1. deildar karla.
Keflavík tekur á móti Hamri í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld kl. 19:15 og með sigri kemst Keflavík áfram í úrslit á móti KR. Staðan í einvígi Keflavíkur og Hamars er 2-1 Keflavík í vil eftir frækinn sigur liðsins í Hveragerði í framlengdri spennuviðureign.
 
Kl. 20:00 hefst leikur Vals og Skallagrím í undanúrslitum 1. deildar karla. Þetta er fyrsta viðureign liðanna en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í úrslit um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Þór Þorlákshöfn leiðir síðan einvígið gegn Haukum 1-0 eftir spennandi sigur að Ásvöllum í fyrsta leik liðanna.
 
Fréttir
- Auglýsing -