Í kvöld fer fram oddaviðureign Keflavíkur og Vals í Domino´s deild kvenna en það lið sem hefur sigur í leik kvöldsins mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Staðan í einvíginu er 2-2 en aðeins útisigrar hafa litið dagsins ljós í þessu einvígi liðanna!
Fyrstu fjórir leikir liðanna:
Leikur 1: Keflavík 54-64 Valur
Leikur 2: Valur 74-82 Keflavík
Leikur 3: Keflavík 68-75 Valur
Leikur 4: Valur 59-66 Keflavík
Keflvíkingar ætla að kynda undir í grillunum kl. 17:30 þar sem boðið verður upp á hamborgara og meðlæti fyrir leikinn. Von er á fjölmenni á þennan stórslag liðanna svo það er ráð að mæta tímanlega.
Þá eru 8-liða úrslitin í drengjaflokki í fullum gangi þar sem Tindastóll tekur á móti Grindavík kl. 19:15 í Síkinu á Sauðárkróki.
Mynd/ [email protected]



