spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturunum

Leikir dagsins: Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturunum

Fjórða umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum stórleikjum. Fyrstu umferðir deildarinnar hafa lofað góðu og því fróðlegt að sjá hvernig liðin koma til leiks í dag.

Í Hafnarfirði er stórleikur þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti bikarmeisturum Keflavíkur. Þá tekur KR sem hefur komið nokkuð á óvart í upphafi tímabils á móti toppliði Snæfells.

Fjallað verður um leiki dagsins á Körfunni síðar í kvöld.

Leikir dagsins: 

Dominos deild kvenna:

Haukar – Keflavík – kl. 19:15

Valur – Breiðablik – kl. 19:15

Skallagrímur – Stjarnan – kl. 19:15

KR – Snæfell – kl. 19:15

 

Fréttir
- Auglýsing -