spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: IEX kvenna og bikarleikur

Leikir dagsins: IEX kvenna og bikarleikur

 
Einn leikur er á dagskránni í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Snæfell í Ljónagryfjunni en þetta mun vera fyrsti leikurinn í níundu umferð deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Njarðvíkingar eru í 4. sæti deildarinnar með 8 stig en Snæfell í 6. sæti með 4 stig. Njarðvíkingar leitast eftir því að brjóta á bak aftur þriggja leikja taphrynu eftir góða byrjun á tímabilinu. Snæfell lá einnig í síðustu umferð svo þarna fara tvö lið sem munu sækja fast stigin tvö sem verða í boði í kvöld.
 
Einn leikur er í Poweradebikarkeppni karla í kvöld þegar Valur b tekur á móti Fjölni kl. 20:00 í Vodafonehöllinni og samkvæmt heimildum Karfan.is mun Tómas Holton vera búinn að skipta yfir í Val b og hyggur á að leika með liðinu gegn sínum gömlu lærisveinum í Fjölni þar sem nafni hans og sonur, Tómas Heiðar, er á meðal lykilmanna.
 
Aðrir leikir kvöldsins:
 
19:00 Skallagrímur/Snæfell-Grindavík (drengjaflokkur)
19:45 Laugdælir – Haukar b (1. deild kvenna)
20:00 KR b – Keflavík (10. flokkur drengja – bikar)
 
Fréttir
- Auglýsing -