spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Iceland Express-deildin af stað

Leikir dagsins: Iceland Express-deildin af stað

12:00

{mosimage}
(Verður fagnað svona í kvöld?)

Nítjánda umferð Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en umferðin klárast svo annað kvöld. Einnig er leikið í 1. deild kvenna.

Bikarúrslitalið síðustu helgar mætast þegar Snæfellingar heimsækja Grafarvoginn. Fjölnismenn fá þarna tækifæri til að hefna sín á Snæfellingum en bæði eru að berjast um betra sæti í Iceland Express-deildinni. Fjölnir á botni hennar og Snæfell að reyna ná heimaleikjaréttinum í úrslitakeppninni.

Í Borgarnesi taka heimamenn í Skallagrím á móti Þór frá Akureyri. Búast má við fjörugum leik þar sem mikið er undir hjá báðum liðum.

Njarðvíkingar fá það erfiða verkefni að heimsækja Sauðárkrók í kvöld. Heimamenn hafa spilað vel á heimavelli í vetur og fá lið hafa skellt sér norður og spilað auðveldan leik í Síkinu.

Grindvíkingar eru að eltast við deildarmeistaratitilinn og til þess að ná honum verða þeir að vinna í kvöld en þeir fá ÍR-inga í heimsókn. ÍR-liðið hefur sýnt að á góðum degi eru þeir illviðráðanlegir.

Allir leikir Iceland Express-deildar karla hefjast kl. 19:15.

Í 1. deild kvenna mætast Ármann/Þróttur og Skallagrímur. Leikið er í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl. 20:00.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn

Fréttir
- Auglýsing -