spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins í úrslitakeppninni

Leikir dagsins í úrslitakeppninni

Úrslitakeppnin heldur áfram en í dag fara fram þrír leikir. Tveir í Domino´s deild karla og einn í 1. deild karla þar sem rimma Þórs frá Akureyri og Hattar hefst í 1. deild karla en þessum leik varð að fresta síðastliðið föstudagskvöld sökum veðurs.
 
 
Domino´s deild karla, 19:15
 
Þór Þorlákshöfn – Grindavík (1-0 fyrir Grindavík)
Snæfell – KR (1-0 fyrir KR)
 
Grindavík vann fyrri leikinn gegn Þór þar sem Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára hristu af sér Þorlákshafnarmenn á lokasprettinum og slíkt hið sama var uppi á teningnum hjá KR og Snæfell í fyrsta leik þar sem Hólmarar sáu undir hælana á KR í fjórða leikhluta.
 
1. deild karla, 18:00
 
Þór Akureyri-Höttur (fyrsti leikur í seríu)
 
Þá er einnig fjöldi leikja í yngri flokkum og neðri deildum en alla leiki dagsins má sjá hér.
 
Mynd/ Finnur Freyr fer með KR-ingana sína í Stykkishólm í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -