spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Hver fer áfram?

Leikir dagsins: Hver fer áfram?

11:30

{mosimage}
(Það verður barist í DHL-höllinni í kvöld)

Tveir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Í DHL-höllinni taka heimamenn í KR á móti ÍR og Grindvíkingar fá Skallagrímsmenn í heimsókn. Leikurinn vestur í bæ hefst 19:15 og í Grindavík 10 mínútum seinna eða kl. 19:25 og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

KR jafnaði metin í einvígi sínu við ÍR í Seljaskóla á mánudagskvöld og hafa liðin unnið sína leiki á útivelli. Þannig að það er spurning hvort að heimavöllurinn verði til lukku í kvöld.

Í einvígi Grindavíkur og Skallagríms hafa liðin unnið sitt hvorn heimaleikinn og því eru Grindvíkingar í lykilstöðu í kvöld enda á heimavelli.

Fylgist með á Stöð 2 Sport eða skellið ykkur á leik.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -