spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins hér heima: Einn leikur í Iceland Express deild kvenna

Leikir dagsins hér heima: Einn leikur í Iceland Express deild kvenna

14:14
{mosimage}

(Tekst Signýju og Valskonum að leggja Hauka í fyrsta sinn á leiktíðinni?) 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum í Vodafonehöllinni kl. 20:00. Valur er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Haukar hafa 20 stig í 4. sæti deildarinnar. 

Liðin mættust fyrst í deildinni þann 30. október síðastliðinn í Vodafonehöllinni þar sem Haukar höfðu góðan 72-93 útisigur og við það tilefni setti Kiera Hardy niður 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Spurning hvort hún verði jafn heit í kvöld. Leikur kvöldsins er þriðja viðureign liðanna í deildarkeppninni en Valskonur komu að Ásvöllum þann 1. desember síðastliðinn og gerðu þá mun betur en á heimavelli en máttu engu að síður sætta sig við eins stigs ósigur, 73-72.  

Aðrir leikir dagsins: 

Fjölnir tekur á móti Njarðvíkingum í A-riðli drengjaflokks í Rimaskóla kl. 21:00 og í Stykkishólmi mætast Snæfell og Breiðablik kl. 19:00 í sama flokki. Þá tekur Keflavík á móti Skallagrím kl. 19:30 í Sláturhúsinu í Keflavík í drengjaflokki. Í stúlknaflokki mætast svo KR og Haukar í bikarkeppninni kl. 21:00 í DHL-Höllinni. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -