spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins hér heima

Leikir dagsins hér heima

14:00
{mosimage}

(Jovana og félagar í Grindavík geta tyllt sér á toppinn með Keflavík í kvöld) 

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Grindavík og Hamar fær Hauka í heimsókn í Hveragerði. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Með sigri í kvöld getur Grindavík jafnað Keflavík á toppi deildarinnar en fyrir leiki kvöldsins hefur Keflavík 22 stig en KR og Grindavík hafa bæði 20 stig í 2.-3. sæti deildarinnar.  

Fjölniskonur sitja á botni deildarinnar með 2 stig en í gærkvöldi barst þeim liðsauki í Bryndísi Gunnlaugsdóttur sem var stigahæsti leikmaður Ármanns í 1. deild kvenna. Óvíst er hvort hún verði lögleg í leiknum í kvöld. Fjölnir mátti sætta sig við stóran ósigur gegn Keflavík í sínum síðasta deildarleik en Grindavík lagði Hamar örugglega í Röstinni í sínum síðasta leik. 

Margvaldir meistarar Hauka hafa gefið nokkuð eftir í ár frá síðustu leiktíð og óhætt er að segja að tap þeirra gegn KR í síðasta leik hafi verið óvænt þar sem KR-ingar léku án Monique Martin en tókst engu að síður að leggja Hauka að Ásvöllum. Haukar hafa 16 stig í deildinni en Hamar hefur 4 stig. Sigur nauðsynlegur báðum liðum og fróðlegt að fylgjast með slag þeirra í kvöld þar sem liðin mætast í 8 liða úrslitum Lýsingarbikarsins um helgina.  

Þá er einn leikur í A-riðli í 2. deild karla þegar UMFH tekur á móti Leikni Reykjavík kl. 20:00 að Flúðum. 

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -