spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins hér heima

Leikir dagsins hér heima

13:19
{mosimage}

(Rob Hodgson snýr aftur í Þorlákshöfn) 

Fjölmargir leikir fara fram í körfunni hér heima í dag og allnokkrir þeirra eru í bikarkeppni yngri flokka. Þrír leikir fara fram í 1. deild karla þar Breiðablik getur unnið sinn ellefta deildarsigur í röð. 

Topplið Breiðabliks heimsækir Hauka að Ásvöllum kl. 18:30 og með sigri geta Blikar landað sínum ellefta deildarsigri í röð. Haukar sitja í 5. sæti með 8 stig og eru inni í úrslitakeppninni eins og sakir standa en fjögur lið í deildinni eru jöfn með 8 stig svo það verður hart barist um hvert laust sæti í úrslitakeppninni. 

KFÍ tekur á móti Þrótti Vogum á Ísafirði kl. 20:00 en Þróttur vann sinn fyrsta deildarsigur um daginn er þeir lögðu Hött á heimavelli. Þróttur er engu að síður á botni deildarinnar með 2 stig en KFÍ hefur 8 stig í 8. sæti deildarinnar.  

Þór Þorlákshöfn getur unnið sinn sjöunda deildarsigur í röð í kvöld þegar Valsmenn koma í heimsókn en Þór hefur 12 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan Valur hefur 12 stig í 3. sæti deildarinnar. Þá mun Rob Hodgson snúa aftur í Þorlákshöfn með sína menn í Val en Rob þjálfaði og lék með Þór á síðustu leiktíð.  

Einn leikur er í A-riðli í 2. deild karla þegar HK tekur á móti ÍA í Digranesi kl. 19:30. Þá fer einnig einn leikur fram í 1. deild kvenna þegar Snæfell tekur á móti Ármanni/Þrótt kl. 19:15 í Stykkishólmi. 

Fjöldi leikja eru í bikarkeppni yngri flokka í dag og eru þeir eftirfarandi: 

Drengjaflokkur
Skallagrímur-Breiðablik kl. 19:00 – Borgarnes
Fjölnir-Snæfell kl. 21:00 – Rimaskóli 

11. flokkur karla
KR-Haukar kl. 20:00 – DHL Höllin 

9. flokkur karla
Njarðvík-Ármann kl. 19:00 – Ljónagryfjan 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -