spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins hér heima

Leikir dagsins hér heima

13:22 

{mosimage}

 

 

(ÍR-ingar halda Norður í dag) 

 

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deildunum í kvöld. Allir hefjast þeir kl. 19:15. Í íþróttahúsi Kennaraháskólans mætast ÍS og Keflavík en Keflavík er í 2. sæti kvennadeilarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. Stúdínur eru í 4. sæti og þessa stundina þykja þær ekki líklegar gegn Keflvíkingum.

 

Í Iceland Express deild karla fær Tindastóll ÍR í heimsókn og Snæfell tekur á móti Haukum. Tindastóll og ÍR hafa verið að standa sig vel að undanförnu og verður án efa hart barist á Sauðárkróki í kvöld þar sem bæði liðin hafa 10 stig.

 

Í Hólminum taka Snæfellingar á móti Haukum en 14 stig skilja liðin að. Heimavöllur Snæfells er gríðarsterkur og þykir ósennilegt að Haukar geti nælt sér í stig þar en þeir komu nokkuð á óvart á dögunum er þeir lögðu Grindavík í spennuleik að Ásvöllum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -