spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heitasta liðið mætir deildarmeisturum

Leikir dagsins: Heitasta liðið mætir deildarmeisturum

Boðið verður upp á sannkallaðan toppslag í Domino´s deild kvenna í kvöld þegar deildarmeistarar Keflavíkur mæta í DHL Höllina og leika þar gegn KR kl. 19:00.
 
Keflavík varð deildarmeistari í vikunni en KR er heitasta lið úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og hefur unnið átta deildarleiki í röð! Eins og gefur að skilja verður Keflavík ekki haggað úr toppsætinu en engu að síður verður í boði slagur tveggja liða sem er ekki svo ósennilegt að gætu mæst í úrslitakeppninni.
 
Þá er einnig leikið í yngri flokkum og neðri deildum í dag en alla leiki dagsins má nálgast hér.
 
Mynd/ Ofurkonan Shannon McCallum og KR konur taka á móti deildarmeisturum Keflavíkur í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -