spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins – Heimamenn mæta Grikkjum DAGUR 4

Leikir dagsins – Heimamenn mæta Grikkjum DAGUR 4

Í dag eru sannkallaðir stórleikir á dagskrá þegar annars heimamenn mæta grönnum sínum í Grikklandi og Spánverjar og Litháar etja kappi. Báðir þessir leikir eru á sama tíma þannig að þeir sem eru með aðgang að FIBAtv þurfa að velja á milli.
Áhugaverðasti leikurinn er viðureign Grikkja og Tyrkja. Þessar þjóðir hafa tekist á í gegnum tíðina á hinum ýmsu sviðum. Þannig að það verður ekki mikil ást inná vellinum í kvöld.
 
Fylgstu með Kanadamönnum í leiknum gegn Frökkum kl. 15.30. Frakkarnir hafa verið sjóðandi en Kanada átti frábæran leik gegn Litháen síðast. Ná þeir að landa sínum fyrsta sigri og það gegn Frökkum?
 
Leikir dagsins:
C Rússland – Fílabeinsströndin kl. 13.00(ísl. tími)
D Nýja Sjáland – Líbanon kl. 13.00
C Púertó Ríkó – Kína kl. 15.30
D Frakkland – Kanada kl. 15.30
C Grikkland – Tyrkland kl. 18.00
D Spánn – Litháen kl. 18.00
 
Ljósmynd/ Kirk Penney er stigahæsti leikmaður HM til þessa. Luis Scola fylgir fast á hæla hans en Ný Sjálendingurinn hefur spilað tvo leiki á meðan Argentínumaðurinn er búinn með þrjá.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -