06:00
{mosimage}
(Jóhanna Sveinsdóttir og Hamarskonur geta styrkt stöðu sína á toppnum í kvöld)
Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Stórleikirnir að þessu sinni eru vafalítið viðureign Hamars og Vals í Hveragerði og í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ verður nágrannarimma þegar Keflavík tekur á móti Grindavík. Samkvæmt læknisráði átti Jovana Lilja Stefánsdóttir að vera frá leik í tvær vikur eftir nefbrot sem hún hlaut í leik gegn Val á dögunum en það verður saga til næsta bæjar ef landsliðkonan lætur sig vanta í Bítlabæinn í kvöld.
Haukar taka á móti Fjölni að Ásvöllum og þá mætast KR og nýliðar Snæfells í Stykkishólmi. Með sigri í kvöld getur Hamar styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar en konurnar úr blómabænum eru eina taplausa liðið í deildinni. Nái Valur sigri í kvöld jafna þær Hamar á toppi deildarinnar. Slíkt hið sama gerist ef Valur vinnur þá er Keflavík með sigri á Grindavík komið á toppinn og þá þéttskipaður bekkurinn í toppbaráttunni enda aðeins fjögur lið sem, þegar mótið er hálfnað, verða í A-riðli, hin leika í B-riðli og aðeins tvö lið í B-riðli komast í úrslitakeppnina.
Þá er einn leikur í 1. deild karla í kvöld þegar nýliðar Laugdæla fá Ármann í heimsókn kl. 20:00. Aðra leiki dagsins má sjá hér: http://kki.is/leikvarp.asp
Mynd: Karen



