spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heil umferð í Iceland Express deild kvenna

Leikir dagsins: Heil umferð í Iceland Express deild kvenna

Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Umferðin í kvöld er 24. umferð deildarinnar en alls eru leiknar 28 umferðir og með leikjum kvöldins eru alls 10 stig í pottinum. Hamar og Fjölnir komast ekki í úrslitakeppnina, það er orðið ljóst og munu þessi tvö lið berjast sín á milli um að halda sæti í deildinni. Valur á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni með 18 stig í 6. sæti.
Leikir kvöldsins, 19:15:
 
Haukar-Fjölnir
KR-Snæfell
Hamar-Njarðvík
Valur-Keflavík
 
Haukar-Fjölnir
Haukar eru í 3. sæti deildarinnar með 24 stig eftir tap í háspennuleik gegn Snæfell í síðustu umferð en Fjölnir vermir botnsætið með 10 stig. Haukar hafa ekki efni á því að misstíga sig gegn botlniði Fjölnis í kvöld þar sem Hafnfirðingar eru með 24 stig eins og KR og Snæfell og Valskonur ekki langt undan. Að sama skapi eru stigin lífsnauðsynleg Fjölni sem tapað hafa síðustu sjö deildarleikjum.
 
KR-Snæfell
Finnur Freyr Stefánsson stýrir KR í fyrsta sinn í kvöld en hann tók við liðinu af Ara Gunnarssyni eftir síðustu umferð í deildinni. KR lék án Bryndísar Guðmundsdóttur og Helgu Einarsdóttur er liðið tapaði gegn Njarðvík í síðasta leik en liðið hefur 24 stig í 4. sæti deildarinnar. Snæfell vonast til þess að geta telft fram Hildi Sigurðardóttur í leiknum í kvöld en hún meiddist gegn Haukum. Von er á miklum slag í DHL-Höllinni í kvöld enda liðin með jafn mörg stig og ætla sér í úrslitakeppnina.
 
Hamar-Njarðvík
Hamarssigur gæti mögulega skapað fjögurra stiga forskot á Fjölni við botninn og gert Hamri kleift að anda léttar um stund en bikarmeistarar Njarðvíkur eru í 2. sæti deildarinnar með 34 stig og hafi þær metnað til að vinna deildarmeistaratitilinn verða grænar að vinna alla leiki sem eftir eru og vonast til þess að Keflvíkingar misstigi sig einhvers staðar á leiðinni.
 
Valur-Keflavík
Hér og alla næstu leiki dugir ekkert annað en sigur fyrir Val ef þær ætla sér að eiga raunhæfa möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Keflavík hefur fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eru öruggar inn í úrslitakeppnina en þurfa að halda vel á spilunum ætli þær sér að taka deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn út alla úrslitakeppnina.
 
Fjölmennum á vellina í kvöld!
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1.  Keflavík 23 19 4 38 1802/1581 78.3/68.7 12/0 7/4 82.1/66.4 74.3/71.3 4/1 9/1 3 12 1 2/0
2.  Njarðvík 23 17 6 34 1914/1708 83.2/74.3 8/4 9/2 82.2/71.3 84.4/77.5 4/1 8/2 2 2 1 2/0
3.  Haukar 23 12 11 24 1698/1653 73.8/71.9 6/5 6/6 73.4/70.8 74.3/72.8 1/4 5/5 -2 -1 -3 0/5
4.  KR 23 12 11 24 1686/1592 73.3/69.2 6/5 6/6 77.3/68.6 69.7/69.8 1/4
Fréttir
- Auglýsing -