Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna og er það sautjánda umferð deildarinnar. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verður viðureign Fjölnis og Hauka í beinni netútsendingu hjá Fjölnir TV.
Leikir kvöldsins:
Fjölnir-Haukar
Snæfell-KR
Njarðvík-Hamar
Keflavík-Valur
Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar Ármenningar taka á móti ÍG í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík kl. 19:15 og kl. 20:00 mætast Grindavík og Njarðvík í bikarkeppninni í 9. flokki drengja.