spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heil umferð í Domino´s deild kvenna

Leikir dagsins: Heil umferð í Domino´s deild kvenna

Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Deildin rúllar nú aftur af stað eftir bikarhlé og er þetta 22. umferðin sem leikin er í kvöld. Eftir leiki kvöldsins verða þá sex umferðir eftir eða alls 12 stig í pottinum. Það er því enn nægt rými fyrir töluverðar breytingar á stöðutöflunni en í augnablikinu virðast Haukar vera eina liðið sem gæti skóflað KR eða Val út úr úrslitakeppninni. 
 
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna, 19:15
 
KR – Grindavík
Haukar – Keflavík
Fjölnir – Njarðvík
Valur – Snæfell
 
 
Staðan í deildinni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 19/2 38
2. Snæfell 16/5 32
3. KR 13/8 26
4. Valur 12/9 24
5. Haukar 9/12 18
6. Njarðvík 6/15 12
7. Grindavík 6/15 12
8. Fjölnir 3/18 6
 
Mynd/ [email protected] – Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur mæta Haukum í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -