Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna. Enn á eftir að vinna upp leiki sem fresta varð vegna veðurs en þó fer að líða að lokum deildarkeppninnar. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Leikir kvöldsins:
Fjölnir – Grindavík
Valur – Keflavík
Snæfell – Njarðvík
Haukar – KR (Beint á Haukar TV)
Búast má við miklum slag í viðureign Hauka og KR en Hafnfirðingar verða að ná í sigur í leiknum, ef þær tapa gegn KR eru Valskonur komnar inn í úrslitakeppnina. Haukar hafa 24 stig í 5. sæti deildarinnar en Valur 28 stig í 4. sæti deildarinnar og bæði lið eiga aðeins tvo deildarleiki eftir.
Staðan í Domino´s deild kvenna
| Deildarkeppni | |||
| Nr. | Lið | U/T | Stig |
|---|---|---|---|
| 1. | Keflavík | 21/4 | 42 |
| 2. | Snæfell | 19/7 | 38 |
| 3. | KR | 18/8 | 36 |
| 4. | Valur | 14/12 | 28 |
| 5. | Haukar | 12/14 | 24 |
| 6. | Njarðvík | 8/17 | 16 |
| 7. | Grindavík | 7/19 | 14 |
| 8. | Fjölnir | 4/22 | 8 |
Mynd/ Siarre Evans og Haukakonur fá það vandasama verkefni í kvöld að reyna við sigur gegn sjóðheitum KR konum.



