Í dag lýkur tíundu umferð í Domino´s deild kvenna þegar Haukar taka á móti Grindavík kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Grindavík getur með sigri jafnað Hauka að stigum en Grindavík er í 5. sæti með 10 stig og Haukar í 3. sæti með 12 stig.
Þá fara fram tveir leikir í 1. deild karla en Breiðablik og Þór Akureyri mætast kl. 15:00 í Smáranum og kl. 19:15 eigast við FSu og KFÍ í Iðu.
Mynd/ Auður og félagar í Haukum fá Grindavík í heimsókn í kvöld.



