Einn leikur fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld en þá taka Haukar á móti botnliði Breiðabliks kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Með leik kvöldsins lýkur nítjándu umferð deildarinnar og þá eru eftir samtals 18 stig í potti deildarinnar svo enn getur útlitið á stöðutöflunni tekið umtalsverðum breytingum.
Mynd/ Axel Finnur



