spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Haukar halda í Skagafjörð

Leikir dagsins: Haukar halda í Skagafjörð

Tindastóll og Haukar mætast í sínum öðrum leik í kvöld í undanúrslitum Domino´s-deildar karla kl. 19:15 í Síkinu á Sauðárkróki. Haukar leiða einvígið 1-0 en fá nú það vandasama verkefni að reyna að ná í sigur á einum af sterkustu heimavöllum landsins. 

Haukar tóku 1-0 forystu í einvíginu með 73-61 sigri í síðasta leik þar sem Brandon Mobley gerði 17 stig í liði Hauka en Helgi Rafn Viggósson var með 18 stig í liði Tindastóls.

Þá höfum við á Karfan.is látið heimamenn í Skagafirði hafa Snapchat-aðganginn okkar svo fylgist grannt með gangi mála á Snapchat: Karfan.is 

Allir leikir dagsins
 

06-04-2016 17:30 Unglingaflokkur kvenna Breiðablik ungl. fl. st.   Keflavík ungl. fl. st. Smárinn
06-04-2016 18:30 Unglingaflokkur karla Grindavík ungl. fl. dr.   FSu ungl. fl. dr. Mustad höllin
06-04-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Tindastóll   Haukar Sauðárkrókur

Mynd/ Bára Dröfn 

Fréttir
- Auglýsing -