spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Haukar geta saxað á Stólana

Leikir dagsins: Haukar geta saxað á Stólana

Þrír leikir fara fram í Domino´s deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Topplið KR heimsækir Þór í Þorlákshöfn, Haukar taka á móti Tindastól og Fjölnir tekur á móti Grindavík. Tindastóll er í 2. sæti deildarinnar með 16 stig en Haukar þar skammt undan með 12 stig.
 
 
Þá eru einnig tveir leikir í 1. deild karla og tvíhöfði á boðstólunum í Vodafonehöllinni þar sem Valsliðin leika í deild og bikar. Kvennalið Vals mætir FSu/Hrunamönnum kl. 20:30 en það lið sem hefur sigur úr býtum í kvöld mætir Snæfell í Stykkishólmi í 8-liða úrslitum.
 
Leikir dagsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
Haukar – Tindastóll
Þór Þorlákshöfn – KR
Fjölnir – Grindavík
 
Leikir dagsins í 1. deild karla
 
18:30 Höttur – KFÍ
18:30 Valur – FSu
 
Leikir dagsins í Poweradebikarkeppni kvenna
 
20:30 Valur – FSu/Hrunamenn
  
 
Mynd/ Axel – Emil Barja og Haukar taka á móti Tindastól í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -