spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Haukar geta komist í úrslit og oddaleikur í Grindavík

Leikir dagsins: Haukar geta komist í úrslit og oddaleikur í Grindavík

Tveir stórleikir fara fram í boltanum í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Haukum í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Þá mætast Grindavík og KFÍ í oddaviðureign í 1. deild kvenna en það lið sem fer með sigur af hólmi vinnur sér inn sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Keflavík 0-2 Haukar
Toyota-höllin í kvöld – leikur 3
Haukum dugir sigur í kvöld til að komast í úrslitaseríuna en Hafnfirðingar urðu fyrir mikilli blóðtöku í síðasta leik þegar Íris Sverrisdóttir fór úr hnjálið. Leiktíðinni lokið hjá Írisi sem er komin í gifsi og þá er óvíst hvernig Guðrún Ámundadóttir er fyrir kvöldið en hún meiddist einnig í leik tvö.
 
Grindavík 1-1 KFÍ
Röstin í kvöld – oddaleikur
Liðin hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn og rimmur þessara félaga hafa verið mikil skemmtun í vetur svo búast má við látum í Grindavík í kvöld.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -