spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Hamar getur tryggt sig í undanúrslitin

Leikir dagsins: Hamar getur tryggt sig í undanúrslitin

11:29
{mosimage}

(Signý og Valskonur þurfa sigur í kvöld annars eru þær komnar í sumarfrí að vetri til)

Einn leikur er á dagskrá í kvöld í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna en þá mætast Valur og Hamar í sínum öðrum leik í keppni um hvort liðið fær sæti í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

Hamar vann fyrri viðureign liðanna 72-63 í Hveragerði og þeim dugir sigur í kvöld til þess að komast í undanúrslitin. Ef Valur hefur sigur í kvöld þarf að blása til oddaleiks sem fram fer þá í Hveragerði laugardaginn 7. mars.

Einn leikur er í 1. deild karla í kvöld þegar Laugdælir fá UMFH í heimsókn í Suðurlandsrimmu. Leikurinn hefst kl. 20:00 en Laugdælir eru þegar fallnir í 2. deild en UMFH hefur 10 stig í 7-.8 sæti deildarinnar eins og Ármenningar.

Hamar og Keflavík eigast svo við í A-riðli drengjaflokks kl. 19:00 í Hveragerði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -