spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Grindavík og Stjarnan fá góða gesti

Leikir dagsins: Grindavík og Stjarnan fá góða gesti

Úrslitakeppnin í Domino´s deild karla heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum en þá tekur Grindavík á móti KR og Stjarnan tekur á móti Njarðvík en báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
KR leiðir einvígið 1-0 gegn Grindavík og Njarðvík leiðir sömuleiðis 1-0 gegn Stjörnunni. Vinna þarf þrjá leiki í 8-liða úrslitum til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.
 
Þá eru tveir leikir í 1. deild kvenna, Stjarnan tekur á móti KFÍ kl. 14:30 og FSu/Hrunamenn frá Þór Akureyri í heimsókn í Iðu kl. 15:30.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -