spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Grindavík í úrslit eða jafna Haukar?

Leikir dagsins: Grindavík í úrslit eða jafna Haukar?

Tveir stórleikir fara fram í kvöld en þá mætast Grindavík og Haukar í Domino´s-deild kvenna og KR tekur á móti Skallagrím í úrslitum 1. deildar kvenna. 

KR og Skallagrímur mætast kl. 19:15 í DHL-Höllinni í úrslitum deildarinnar þar sem Skallagrímur getur komist í Domino´s-deild kvenna með sigri en ef KR vinnur verður oddaleikur í Fjósinu í Borgarnesi.

Grindvíkingar sem náðu fljúgandi byrjun í seríunni gegn Haukum og leiða nú 2-1 geta komist í úrslit með sigri í Mustad-höllinni í kvöld en viðureignin gegn Haukum hefst einnig kl. 19:15. Takist deildarmeisturum Hauka að vinna í kvöld verður oddaleikur í DB Schenkerhöllinni. 

Allir leikir dagsins

08-04-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Grindavík   Haukar Mustad höllin
08-04-2016 19:15 1. deild kvenna KR   Skallagrímur DHL-höllin
08-04-2016 20:00 3. deild karla KFÍ b   Kormákur Ísafjörður

Mynd/ Skúli Sigurðsson 

Fréttir
- Auglýsing -