spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fyrstu umferð lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Fyrstu umferð lýkur í kvöld

07:30
{mosimage}

(Nýliðar Breiðabliks mæta Skallagrím í kvöld)

Fyrstu umferðinni í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Allir hefjast leikirnir kl. 19:15 og munu Keflvíkingar hefja titilvörn sína í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn.

Nýliðar Breiðabliks fá Skallagrím í heimsókn og þá mætast Snæfell og Tindastóll í Stykkishólmi. Umferðin hófst í gær þar sem KR lagði ÍR, Grindavík vann Stjörnuna í framlengingu og nýliðar FSu skelltu Njarðvíkingum á Selfossi.

Í 1. deild karla fara fram tveir leikir í kvöld þegar Haukar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn að Ásvöllum kl. 20:00 og KFÍ tekur á móti Fjölni á Ísafirði kl. 19:15.

Karfan.is stefnir að því að vera með beina netúsendingu frá viðureign Blika og Skallagríms í Smáranum í kvöld en nánari fregna af útsendingunni er að vænta síðar í dag.

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -