10:51
{mosimage}
(Vinna Jón Arnór og félagar í KR sinn fjórtánda deildarsigur í röð?)
Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld þegar fjórtánda umferðin rúllar af stað. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Njarðvík og Stjarnan eigast við í Ljónagryfjunni en þessi lið munu einmitt mætast í undanúrslitum Subwaybikarsins um næstu helgi. Tindastóll fær Grindavík í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki og þá mun topplið KR taka á móti nýliðum Breiðabliks.
Í 1. deild kvenna mætast svo Skallagrímur og Þór Akureyri í Borgarnesi.
Yfirlit yfir alla leiki dagsins má sjá hér: http://kki.is/leikvarp.asp



