spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fjórðu umferð lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Fjórðu umferð lýkur í kvöld

06:00
{mosimage}

(Sjóðheitur Paxel mætir í Borgarnes í kvöld. Skallagrímur er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið með fyrir utan Grindavík)

Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld þegar fjórðu umferð deildarinnar lýkur. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og mun topplið KR fá Snæfell í heimsókn í DHL-Höllina í Vesturbænum.

Keflavík tekur á móti nýliðum Breiðabliks í Toyotahöllinni og Skallagrímur fær hitt toppliðið, Grindavík, í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi.

Þá er einnig mikið um að vera í 1. deild karla en þar fara þrír leikir fram. Haukar taka á móti Laugdælum kl. 20:00 að Ásvöllum, UMFH fær Fjölni í heimsókn kl. 19:15 og KFÍ tekur á móti Valsmönnum á Ísafirði kl. 19:15.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -