Í kvöld lýkur fjórðu umferðinni í Domino´s deild kvenna en hún hófst í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu sinn fjórða deildarsigur í röð með sigri á nýliðum Hamars. Þrír leikir eru á dagskránni í dag og í kvöld sem og einn leikur í Domino´s deild karla þar sem þriðja umferðin rúllar af stað með leik Skallagríms og KFÍ.
Domino´s deild kvenna
17:00 Snæfell – Njarðvík
19:15 Grindavík – Valur
19:30 Haukar – KR
Domino´s deild karla
19:15 Skallagrímur – KFÍ



