Einn leikur fer fram í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag þegar Njarðvík tekur á móti deildarmeisturum Hamars í fjórðu viðureign liðanna. Staðan í einvíginu er 2-1 Hamri í vil eftir stórsigur liðsins á Njarðvík í þriðju viðureign liðanna.
Hamri dugir sigur í dag til þess að tryggja sér sæti í úrslitum deildarinnar. Hafi Njarðvíkingar sigur í dag verður blásið til oddaleiks í Hveragerði. Það lið sem fer upp úr rimmunni mætir KR eða Keflavík í úrslitum en í því einvígi er staðan 2-1 Keflavík í vil eftir sigur í gærkvöldi.
Njarðvík-Hamar
Leikur 4
Kl. 15:00 í Ljónagryfjunni í dag