Það er komið að því að Njarðvíkingar halda yfir "landamærin" og etji kappi við Keflvíkinga í leik kvöldsins í úrvalsdeildinni. Þarf svo sem ekkert að fara neitt meira yfir þessar viðureignir sem alltaf eru skemmtilegar. Keflvíkingar höfðu sigur í fyrri umferðinni í vetur og eru á toppnum þannig að þeir hafa skotmark á baki sér. Keflvíkingar hafa verið duglegir á samfélagsmiðlum með ýmsum skemmtilegum myndum og "hitað" vel upp fyrir leikinn í kvöld. Í viðtali á VF.is sagði Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga við tækifærið að Njarðvíkingar hefður ekki efni á að rífa neitt kjaft sem stendur en að liðið ætlaði að svara á vellinum.
Einhverjir Njarðvíkingar hafa þó skotið nett tilbaka með þessari samsettu mynd sem hér er með fréttinni. Leikurinn hefst kl 19:15 á slaginu í TM-Höll þeirra Keflvíkinga.
Í 1. deildinni eru fjórir leikir.
Reynir – KFÍ kl 19:15
Valur – Fjölnir kl 19:30
Ármann – Skallagrímur kl 20:00
Þór Ak. – Breiðablik kl: 20:00



