Keppni í Domino´s-deild kvenna hefst á nýjan leik í dag eftir landsleikjahlé en eins og staðan er í dag eru sex umferðir eftir í deildinni. Haukar og Snæfell eru örugg inn í úrslitakeppnina en baráttan um síðustu sætin í úrslitakeppninni verður æsispennandi en þar eru þrjú lið, Grindavík, Valur og Keflavík, að berjast um tvö laus sæti. Stjarnan og Hamar eru úr myndinni en halda sæti sínu í deildinni fyrir næstu leiktíð.
Kl. 17 í dag mætast Hamar og nýkrýndir bikarmeistarar Snæfells í Frystikistunni í Hveragerði og kl. 19:15 eigast við Valur og Keflavík að Hlíðarenda.
Valur er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en Keflavík í 5. sæti með 16 stig svo það eru tvö afar dýrmæt stig í boði í námunda við hinn margumdeilda Reykjavíkurflugvöll í dag. Menn gætu jafnvel fengið þessi tvö lið bara til að úrskurða um innanlandsflugið, ef Valur vinnur verður það áfram í Vatnsmýrinni en ef Keflavík vinnur þá fer innalandsflugið til Keflavíkur.
Einn leikur fer svo fram í 1. deild kvenna í dag en þá mætast Njarðvik og Fjölnir í Ljónagryfjunni kl. 19.15. Deildarkeppnin í 1. deild kvenna réðst endanlega í gær þegar Skallagrímur varð deildarmeistari, nú er kapphlaupið hafið um 2. sætið og umspil þar á eftir við Skallagrím um laust sæti í Domino´s-deild kvenna á næstu leiktíð.
Staðan í Domino´s-deild kvenna
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Snæfell | 16/2 | 32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Haukar | 16/2 | 32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Grindavík | 9/9 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | Valur | 9/9 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | Keflavík | 8/10 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Stjarnan | 3/15 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 7. | Hamar | 2/16 | 4 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Mynd/ Axel Finnur – Valskonur taka á móti Keflavík í kvöld.



