spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Deildartitill á loft í Borgarnesi

Leikir dagsins: Deildartitill á loft í Borgarnesi

Grindavík og Stjarnan mætast í Domino´s-deild kvenna í dag kl. 15.00 en leikurinn hefur umtalsvert meiri þýðingu fyrir Grindvíkinga heldur en nýliðana frá Garðabæ. Grindvíkingar í bullandi baráttu við Keflavík og Val um sætin tvö sem eftir eru til taks í úrslitakeppninni en Stjarnan í 6. sæti með 6 stig og þegar ljóst að þær fara ekki lengra þetta tímabilið.

Í Borgarnesi verður toppslagur þegar Skallagrímur og Njarðvík mætast í 1. deild kvenna en að leik loknum frá Borgnesingar deildarmeistaratitilinn afhentan. Njarðvíkingar eru eina liðið í 1. deild kvenna sem tekist hefur að vinna sigur á Skallagrím og þurfa nauðsynlega á tveimur stigum að halda líka í dag enda liðið að berjast við KR um hvort þeirra fær að leika til úrslita við Skallagrím um laust sæti í Domino´s-deild kvenna á næstu leiktíð.

 

Þá er einnig fjöldi leikja í yngri flokkum í dag en alla leiki dagsins má sjá hér.

 

Domino´s-deild kvenna

 

15:00 Grindavík – Stjarnan

 

1. deild kvenna

 

16.30 Skallagrímur – Njarðvík 

17.00 Þór Akureyri – Breiðablik

Fréttir
- Auglýsing -