spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Botnslagur í Hveragerði

Leikir dagsins: Botnslagur í Hveragerði

10:24

{mosimage}

Nokkrir leikir fara fram í dag víða um land. Tveir leikir í Iceland Express deild kvenna, tveir í 1. deild karla og einn í 1. deild kvenna. Þá fara fram þrír leikir í 2. deild karla.

 

Í Hveragerði eigast við Hamar og Fjölnir í Iceland Express deild kvenna. Bæði lið eru án sigurs fyrir leikinn svo búast má við mikilli baráttu. Fjölnisstúlkur leika í dag sinn fyrsta leik undir stjórn Grétu Maríu Grétarsdóttur.

Í DHL höllinni taka KR stúlkur á móti Val í Iceland Express deild kvenna. Valsstúlkur hafa ekki byrjað tímabilið vel og hafa enn ekki unnið leik en KR stúlkur hafa unnið Fjölni og Hamar.

Báðir leikirnir í Iceland Express deild kvenna hefjast klukkan 16.

Í 1. Deild kvenna tekur Höttur á móti KFÍ sem eru eflaust heitir eftir sigur á Val í Vodafonehöllinni í gær. Hattarmenn unnu tvo fyrstu leikina sína á heimavelli en komu svo á suðvesturhornið um síðustu helgi og töpuðu þar tveimur leikjum. Leikurinn hefst kl 15:30.

Klukkan 17 hefst svo leikur Reynis og Hauka í Sandgerði. Reynismenn unnu sinn fyrsta leik um síðustu helgi þegar þeir lögðu Þrótt og Haukar unnu einnig sinn fyrsta leik þá helgina þegar þeir lögðu Hött.

Í 1. deild kvenna taka Snæfellsstúlkur á móti KR b kl 16.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -