spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Bikarmeistarar mæta deildarmeisturum

Leikir dagsins: Bikarmeistarar mæta deildarmeisturum

08:57
{mosimage}

(Bikarmeistarar KR fá stuttan tíma til að koma sér niður á jörðina. Sesselja móðir Hildar og Guðrúnar lætur sig örugglega ekki vanta í DHL-Höllina í kvöld)

Sannkallaður toppslagur verður í kvennakörfunni í Vesturbænum í kvöld þegar nýkrýndir Subwaybikarmeistarar KR taka á móti deildarmeisturum Hauka kl. 19:15 í DHL-Höllinni. Haukar hafa 32 stig á toppi A-riðils en KR er í 3. sæti með 20 stig og á enn möguleika á því að ná öðru sætinu af Keflavík nú þegar þrjár umferðir eru eftir í A-riðli.

Hamar og Keflavík mætast svo í Hveragerði en Hamar hefur 18 stig á botni A-riðils og Keflavík í 2. sæti með 24 stig. Sigur í kvöld hjá Keflavík fær langt með að tryggja liðinu 2. sætið í riðlinum og þar með myndu Keflvíkingar ásamt Haukum sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Einn leikur er svo í B-riðli í Iceland Express deild kvenna í kvöld en þar mætast Snæfell og Grindavík í Stykkishólmi kl. 19:15. Ekkert annað er í boði en sigur fyrir Grindvíkinga ef gular ætla sér að eiga möguleika á því að berjast um toppsætið við Val í B-riðli.

Þá eru tveir leikir í bikarkeppni yngri flokka í kvöld þegar FSu tekur á móti KR í 10. flokki karla kl. 20:30 í Iðu á Selfossi og Breiðablik fær Fjölni í heimsókn í Smárann kl. 19:00 í Drengjaflokki.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -