Í dag eru fjórir leikir á dagskrá í bikarkeppni yngri flokka. Fyrsti leikur dagsins er viðureign Grindavíkur og Snæfells í drengjaflokki og hefst leikurinn kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík. Leikurinn er í 8-liða úrslitum.
Þá mætast Þór Þorlákshöfn/Hamar og KR í unglingaflokki karla kl. 20:00 í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn er einnig í 8-liða úrslitum. Annar leikur er í unglingaflokki karla í kvöld og líka í 8-liða úrslitum þegar Valur tekur á móti Fjölni kl. 20:30 í Vodafonehöllinni.
Í stúlknaflokki í kvöld eigast svo við Haukar og KR/Snæfell kl. 20:45 í 8-liða úrslitum en leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.



