Það er loksins komið að því. Eftir langt sumar rúllar Dominos deild karla af stað í kvöld.
Nýliðar Fjölnis fá Val í heimsókn sem hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þórsarar frá Akureyri heimsækja Hauka sem leika sinn fyrsta leik undir stjórn Israel Martin.
Stórleikur fer fram í Síkinu þar sem Tindastóll fær Keflavík í heimsókn og í Breiðholtinu mætast liðin sem mættust í átta liða úrslitum í eftirminnilegu einvígi, ÍR og Njarðvík.
Einnig hefst 1. deild karla með einum leik. Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á körfunni.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Haukar – Þór Ak kl 19:15
Fjölnir – Valur kl 19:15
ÍR – Njarðvík kl 19:15
Tindastóll – Keflavík kl 19:15
Fyrsta deild karla:
Breiðablik – Selfoss kl 19:15



