spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Baráttan um þann stóra hefst í Keflavík í dag

Leikir dagsins: Baráttan um þann stóra hefst í Keflavík í dag

13:13
{mosimage}

 

(Von er á hörkurimmu í leikjum Keflavíkur og KR)

 

Keflavík og KR mætast í dag í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna og fer leikurinn fram í Toyotahöllinni í Keflavík kl. 16:00. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Keflavík sópaði Hauka 3-0 í undanúrslitum en oddaleik þurfti til hjá KR og Grindavík þar sem nýliðarnir höfðu betur í DHL-Höllinni.

 

Mikil eftirvænting ríkir eftir einvígi liðanna en KKÍ í samvinnu við Iceland Express mun þetta árið brydda upp á skemmtilegri nýung en það er að velja besta leikmann hvers leiks í úrslitum. Sá aðili sem nafnbótina hlýtur fær að launum ferð til Evrópu með Iceland Express.

 

Þá heldur úrslitakeppni karla áfram þegar Skallagrímur tekur á móti Grindavík og Þór Akureyri fær Keflavík í heimsókn að Síðuskóla á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Keflavík leiðir 1-0 gegn Þór og Grindavík leiðir 1-0 gegn Skallagrím.

 

Valur og FSu mætast svo í Vodafonehöllinni kl. 19:15 í sínum öðrum leik í úrslitum 1. deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir sigur á FSu í Iðu í framlengdum háspennuleik.

 

Tindastóll tekur á móti Haukum B kl. 14:00 á Sauðárkróki og Snæfell B fær Val B í heimsókn í Stykkishólm kl. 16:00 í úrslitakeppni b-liða í 2. deild karla.

 

Þá lýkur úrslitamóti í 7. flokki karla í Smáranum í Kópavogi.

 

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -