spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Baldur fær uppeldisfélagið í heimsókn

Leikir dagsins: Baldur fær uppeldisfélagið í heimsókn

Níunda umferð Dominos deildarinnar fer af stað í kvöld með fjórum leikjum.

Þór Þorlákshöfn heimsækir Tindastól en þjálfari Sauðkrækinga er Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfaði Þór á síðustu leiktíð og er uppalinn í Þorlákshöfn. Það er því áhugaverður slagur framundan í Síkinu.

Njarðvík getur unnið fjórða leik sinn í röð þegar Haukar mæta í heimsókn og ÍR getur haldið áfram á sigurbraut þegar Grindavík mætir. Þá geta Valsarar loks náð í sigur þegar botnliðið Þór Akureyri mætir í Origo höllina.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.

Dominos deild karla:

Tindastóll – Þór Þ

Njarðvík – Haukar

Valur – Þór Ak

ÍR – Grindavík

1.deild karla

Skallagrímur – Álftanes

Fréttir
- Auglýsing -