Í dag hefst átjánda umferðin í Domino´s deild karla en þrír leikir eru þá á dagskrá og fara þeir allir fram kl. 19:15. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur en þessi sömu lið mættust í Poweradebikarúrslitum um síðastliðna helgi eins og frægt er orðið.
Leikir dagsins, Domino´s deild karla:
Fjölnir – Þór Þorlákshöfn
KFÍ – Njarðvík (Beint á KFÍ TV)
Stjarnan – Grindavík
Þá eru tveir leikir í 1. deild karla, Augnablik tekur á móti FSu kl. 14:00 í Kórnum í Kópavogi og kl. 15:00 mætast ÍA og Þór Akureyri.



