09:40
{mosimage}
(Pálmi og Skallarnir fá Snæfell í heimsókn í kvöld)
Önnur umferð í Iceland Express deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Allir leikirnir unnust á heimavelli þar sem KR lagði Keflavík 93-72. Á Akureyri lögðu Þórsarar Breiðablik 95-71 og Tindastóll vann nýliða FSu 86-72.
Annarri umferð lýkur svo í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Grannaslagur verður í Ljónagryfjunni þegar Njarðvíkingar taka á móti Grindavík og sannkallaður Vesturlandsskjálfti verður í Borgarnesi þegar Skallarnir fá Snæfell í heimsókn. ÍR tekur svo á móti Stjörnunni í Seljaskóla.
Þá fer einn leikur fram í Unglingaflokki kvenna þegar Haukar taka á móti Keflavík að Ásvöllum kl. 20:00.