Í kvöld lýkur annarri umferð í Domino´s deild karla. Í gærkvöldi voru það KR, Njarðvík og Snæfell sem lönduðu tveimur stigum og eins og sakir standa eru það KR og Njarðvík sem tróna á toppi deildarinnar. Þrír leikir eru á dagskránni í kvöld svo það verða einhverjar breytingar á töflunni góðu eftir kvöldið.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
19:15 Keflavík – KFÍ
19:15 Þór Þorlákshöfn – Stjarnan
19:15 Haukar – Grindavík
Leikir kvöldsins í 1. deild karla
18:30 Höttur – FSu
19:15 Tindastóll – Breiðablik
20:00 Þór Akureyri – Fjölnir
20:30 Vængir Júpíters – Hamar
Mynd/ Emil Barja og nýliðar Hauka taka á móti meisturum Grindavíkur í kvöld.



