Sex leikir eru á dagskránni í bikarkeppni yngri flokka í kvöld og hefst dagurinn á tvíhöfða í Smáranum í Kópavogi. Kl. 17:00 mætast Breiðablik og KR í 10. flokki karla og þar strax á eftir eða kl. 18:30 mætast Breiðablik og Hamar í stúlknaflokki.
Keflavík og Haukar eigast við í stúlknaflokki kl. 19:00 í Toyota-höllinni og kl. 20:00 mætast Grindavík og Snæfell í drengjaflokki í Röstinni í Grindavík. Stjarnan tekur svo á móti ÍR í drengjaflokki kl. 20:15 í Ásgarði og síðasti leikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Hauka í unglingaflokki kvenna sem fram fer kl. 20:15 í Toyota-höllinni og þar höfum við annan tvíhöfða dagsins.



