spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Aðeins þrjár umferðir eftir í IE-deild karla

Leikir dagsins: Aðeins þrjár umferðir eftir í IE-deild karla

06:00

{mosimage}
(Keflvíkingar eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn)

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í kvöld ásamt einum leik í 2. deild karla.

Stjörnumenn heimsækja ÍR-inga í Seljaskólann. ÍR-ingar eru á góðu róli eftir sigur á Grindavík í síðasta leik. Ef þeir ætla sér að fara upp töfluna þurfa þeir sigur. Stjarnan er ennþá í fallhættu og þurfa a.m.k. einn sigur í viðbót.

Íslandsmeistarar KR taka á móti Hvergerðingum. Hamar vann Keflavík í síðasta leik og þurfa að vinna alla sína leiki sem þeir eiga eftir til að bjarga sér frá falli. Á meðan eru KR-ingar í mikilli baráttu við Keflvíkinga um sigur í deildinni.

Njarðvíkingar fá Skallana í heimsókn og geta með sigri komist tveimur stigum fyrir ofan Snæfell. Skallarnir hafa orðið fyrir miklum áföllum í vetur og nú síðast meiddist Hafþór Ingi Gunnarsson. Eftir frábært ról á fyrrri hlutanum hefur þeim fatast flugið aðeins og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

Keflvíkingar eru í mikilli baráttu við KR-inga um deildarmeistaratitilinn. Þeir fá Tindastól í heimsókn sem eru öruggir að halda sér uppi en þurfa nokkra sigra í viðbót til að komast í úrslitakeppnina.

Allir þessir leikir hefjast kl. 19:15.

Í 2. deild karla tekur ÍA á móti Árvakri kl. 19:30 upp á Skaga.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -